VALMYND ×

Opinn dagur og leiksýning

Föstudaginn 1. des er fullveldisfagnaður hér í skólanum.  Þann dag er opið hús hjá okkur, þar sem foreldrar og aðrir gestir eru sérstaklega velkomnir í heimsókn í kennslustundir.

Klukkan 17:00 og 20:00 sýnir leiklistarval skólans leikritið Manstu efitr Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur í salnum og eftir seinni sýninguna er ball á vegum 10. bekkjar.  Aðgangseyrir er 1000 kr. á leikritið og 1000 kr. á ballið en hægt er að kaupa miða á báða viðburði á 1500 kr.  Eins og undanfarin ár er nemendum á unglingastigi í nágrannaskólum boðið að koma og fagna fullveldinu með jafnöldrum sínum á Ísafirði.

Deila