VALMYND ×

Öll ólík, öll eins

Grunnskólinn á Ísafirði tók á síðasta ári þátt í Comeniusarverkefni sem bar yfirskriftina „All different, all the same, Europe‘s Children.“ Verkefnið er unnið í samstarfi við fjögur önnur lönd í Evrópu, þ.e. Rúmeníu, Portúgal, Pólland og Kýpur. Það var 10. bekkur sem vann að þessu í fyrra en þetta er tveggja ára verkefni og nú hefur það komið í hlut 8. bekkjar að taka við keflinu. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að auka víðsýni og umburðarlyndi og eyða fordómum.

Deila