VALMYND ×

Olga í námsleyfi

Á næsta skólaári mun Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, verða í námsleyfi. Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri, mun koma úr námsleyfi og leysa hana af og Helga Snorradóttir verður áfram starfandi aðstoðarskólastjóri.

Nokkrar aðrar breytingar verða á starfsmannahópnum næsta vetur þar sem nokkrir nýir starfsmenn koma til starfa. Þá lét Hlíf Guðmundsdóttir kennari af störfum nú í vor eftir 48 ára farsæla kennslu og þökkum við henni vel unnin störf.