VALMYND ×

Nýtt skráningarkerfi HSV

Í vetur munu skráningar í mötuneyti skólans fara fram á síðu Héraðssambands Vestfjarða. Opnað var fyrir skráningar í dag, þriðjudaginn 20. ágúst og hvetjum við forráðamenn til að skrá börnin eins fljótt og auðið er.


Eftir að hafa metið tilraunina með hafragrautinn s.l. vetur hefur sú ákvörðun verið tekin að bjóða nemendum í 7. - 10. bekk að kaupa hafragraut í mánaðaráskrift og mun mánuðurinn kosta að jafnaði 1.200 kr.  Boðið verður upp á grautinn í frímínútunum kl. 9:20.  Skráningar í grautinn fara einnig fram á síðu HSV. 

 Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem starfsmenn HSV hafa tekið saman um skráningar þar á meðal í mötuneyti, frístund í 1.-4. bekk og hafragraut í 7.-10. bekk.  

 

1. Fara inn á heimasíðu HSV, www.hsv.is

2. Fara í skráning iðkenda vinstra megin á síðunni

3. Velja "Nálgastu skráningarkerfið hér"

4. Þá kemur að innskráningarglugganum

5. Til að geta skráð sig inn þarf fyrst að haka í samþykkja skilmála

6. Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í "nýr iðkandi" og velja það barn sem þið viljið skrá.

7. Veljið "Námskeið/flokkar í boði" aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)

8. Þá kemur upp það sem er í boði og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal fara í "skráning" aftast í línunni (ath   að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta).

9. Þá kemur að því að velja greiðslufyrirkomulag og klára skráningu (muna að haka við samþykkja skilmála).