VALMYND ×

Nýtt skólaár hafið

Í dag hófst nýtt skólaár hjá nemendum með foreldraviðtölum, þar sem allir settu sér markmið varðandi einelti, vinnufrið og ábyrgð á eigin námi í vetur. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá á morgun.

Í morgun fór 7. bekkur í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði, þar sem nemendur dvelja fram á föstudag. Nemendur 10. bekkjar eru einnig á faraldsfæti þessa dagana, en þeir munu halda í árlega Hornstrandaferð á morgun þriðjudag og koma til baka á miðvikudag. Aðrir árgangar munu skreppa í sínar fjallaferðir á næstu dögum og vikum, eftir því sem veður og aðrar aðstæður leyfa.

Deila