VALMYND ×

Nýtt skólaár

Líkt og undanfarin ár er nemendum Ísafjarðarbæjar séð fyrir öllum gögnum sem þeir þurfa til náms í skólanum, að því undanskildu að nemendur í 8. - 10. bekk þurfa að koma með skriffæri.

Skólasetning verður með sama sniði og í fyrra. Fimmtudaginn 23. ágúst mæta nemendur og foreldrar í viðtöl til umsjónarkennara þar sem farið verður yfir helstu atriði varðandi skólastarfið. Opnað verður fyrir skráningar í viðtölin miðvikudaginn 22. ágúst á www.mentor.is  

Deila