VALMYND ×

Nýtt nemendaráð G.Í.

Í morgun kusu nemendur unglingastigs nýja stjórn nemendaráðs. Úr 8. bekk verða þau Helena Haraldsdóttir, James Parilla og Sveinbjörn Orri Heimisson í stjórn. Í 9. bekk verða það Blessed Parilla, Einar Geir Jónasson, Hafdís Bára Höskuldsdóttir og Marta Sóley Hlynsdóttir og frá 10. bekk þau Hanna Þórey Björnsdóttir, Kolfinna Íris Rúnarsdóttir, Magni Jóhannes Þrastarson og Þráinn Ágúst Arnaldsson.

Formaður nemendaráðs er Daníel Wale og varaformaður Ásthildur Jakobsdóttir, en þau hlutu kosningu s.l. vor.

Við óskum öllum nemendum til hamingju með þessa nýju stjórn og hlökkum til að starfa með henni í vetur.