Nýjar kartöflur
Í vor settu krakkarnir í 1. bekk niður kartöflur í garði við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Nú nokkrum mánuðum síðar, þegar krakkarnir eru komnir í 2. bekk, var farið og athugað með afraksturinn. Uppskeran var nokkuð góð, nokkuð af gullauga og rauðum íslenskum.
Krakkarnir skiptu uppskerunni á milli sín og fóru allir heim með kartöflupoka.
Deila