VALMYND ×

Nýársóskir

 

Ég óska nemendum, foreldrum og starfsfólki gleðilegs nýs árs og þakka fyrir lærdómsríkt og krefjandi ár 2020. Eins og kunnugt er setti heilbrigðisráðherra nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, sem gildir frá 1. janúar til og með 28. febrúar 2021. Í henni segir m.a. að heimilt sé að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkum milli starfsfólks og sé ekki hægt að virða hana á að nota andlitsgrímur. Það mega ekki vera fleiri en 20 starfsmenn í hverju rými en starfsmönnum heimilt að fara á milli hópa. Það mega ekki vera fleiri en 50 nemendur í sama rými, undantekning í anddyrum, göngum, mötuneyti og skólaakstri. Blöndun hópa er heimil. Við stefnum því ótrauð á eðlilegt skólastarf á nýju ári; verkgreinar, hræringur og mötuneyti koma inn og því fullur skóladagur nemenda. Upplýsingar um skráningu í mötuneytið koma 4. janúar og þá þarf að hafa hraðar hendur til að skrá nemendur því mötuneytið tekur til starfa fyrir alla nemendur 5. janúar því kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þann dag.
Eftir sem áður er ekki gert ráð fyrir að foreldrar og aðstandendur komi inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skóla­bygg­ingu, um að nota andlitsgrímur. Sama á við um aðra, svo sem starfsmenn skólaþjónustu og vegna vöruflutninga.
Að öllu þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegs árs og þakka fyrir gott og gefandi samstarf á liðnu ári, með von um bjartari tíma.