VALMYND ×

Ný umferðarlög

Þann 1. janúar tóku ný umferðarlög gildi. Í þeim er m.a. annars kveðið á um að ökumaður skuli sjá til þess að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað (77. gr).  Það þýðir t.d. að noti farþegar (yngri en 15 ára) ekki öryggisbelti í strætó er hægt að sekta ökumanninn um 30.000 krónur fyrir hvern þann farþega (yngri en 15 ára) sem ekki notar öryggisbeltin.  Ef farþeginn er orðinn 15 ára greiðir hann sjálfur sektina. Við hvetjum alla til að spenna öryggisbeltin nú sem endranær og biðjum foreldra um að ræða það við sín börn.

Deila