Ný stjórn nemendafélagsins
Í gær var aðalfundur Nemendafélags G.Í. haldinn á sal skólans. Ársreikningur félagsins var lagður fram, auk þess sem 7. bekkingar voru boðnir velkomnir í félagið. Á þessum tímamótum 7. bekkinga var þeim boðið í félagsmiðstöðina seinni part dags fram að mánaðamótum apríl - maí, en eftir það eru þeir einnig velkomnir á kvöldin.
Kosið var um nýja stjórnendur nemendafélagsins fyrir næsta skólaár og urðu úrslit þau að Finney Anita Thelmudóttir var kjörin formaður og Gísli Jörgen Gíslason varaformaður. Við óskum þeim innilega til hamingju og má ljóst vera að nemendafélagið verður í góðum höndum næsta skólaár.