Ný lög um persónuvernd
Miðað við ný lög um persónuvernd telst miðillinn Facebook ekki geta tryggt öryggi persónugreinanlegra upplýsinga eins og krafist er. Það þýðir að við verðum að breyta notkun okkar á miðlinum. Okkur verður ekki heimilt að setja myndir af nemendum inn á Facebook og verðum að eyða þeim myndum sem við höfum nú þegar sett inn. Lögin taka gildi þann 15.júlí og þá verðum við að vera með þetta í lagi. Við höfum beðið kennara að bregðast við og taka út þær myndir sem þeir hafa sett inn og hið sama á við um þær myndir sem hafa birst á skólastjóraröltinu. Við viljum gefa foreldrum tækifæri til að ná í myndir af síðunni okkar ef þeir vilja og munum því ekki byrja að fjarlægja myndirnar fyrr en 25.júní.
Deila