Ný heimasíða
Ný heimasíða Grunnskólans á Ísafirði er formlega opnuð í dag, á Degi íslenskrar tungu. Það eru afmælisbörn dagsins, Kjartan Óli Kristinsson nemandi í 7. bekk og Árni Sverrir Sigurðsson nemandi í 10. bekk sem fá þann heiður að opna hana.
Hugbúnaðarfyrirtækið Snerpa á Ísafirði, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Helga Snorradóttir kennari unnu að gerð síðunnar. Þessi nýja síða er aðgengilegri en sú gamla og felst það aðallega í því að fleiri fréttir birtast á forsíðunni, auðveldara er að setja inn myndir, skýrslur og fleira. Það er von okkar að með nýrri og glæsilegri heimasíðu fjölgi heimsóknum á síðu skólans og með því verði auðveldara að koma upplýsingum og skilaboðum til þeirra er láta sig skólann varða.
Deila