VALMYND ×

Ný heimasíða

Afmælisdrengirnir þeir Árni Sverrir Sigurðsson og Kjartan Óli Kristinsson fengu þann heiður að opna nýja heimasíðu skólans.
Afmælisdrengirnir þeir Árni Sverrir Sigurðsson og Kjartan Óli Kristinsson fengu þann heiður að opna nýja heimasíðu skólans.

Ný heimasíða Grunnskólans á Ísafirði er formlega opnuð í dag, á Degi íslenskrar tungu. Það eru afmælisbörn dagsins, Kjartan Óli Kristinsson nemandi í 7. bekk og Árni Sverrir Sigurðsson nemandi í 10. bekk sem fá þann heiður að  opna hana.

Hugbúnaðarfyrirtækið Snerpa á Ísafirði,  Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Helga Snorradóttir kennari unnu að gerð síðunnar.  Þessi nýja síða er aðgengilegri en sú gamla og felst það aðallega í því að fleiri fréttir birtast á forsíðunni, auðveldara er að setja inn myndir, skýrslur og fleira.  Það er von okkar að með nýrri og glæsilegri heimasíðu fjölgi heimsóknum á síðu skólans og með því verði auðveldara að koma upplýsingum og skilaboðum til þeirra er láta sig skólann varða.

Deila