VALMYND ×

Norræn bókasafnsvika

Í dag hófst norræn bókasafnsvika og er yfirskrift hennar þetta árið Vinátta á Norðurlöndunum. Skólasafnið bauð nemendum í heimsókn í morgun og las Rannveig Halldórsdóttir bókavörður kafla úr bókinni Vöffluhjarta eftir Maria Parr. Nemendur kunnu vel að meta boðið og hlýddu af áhuga og áttu notalega stund saman.