VALMYND ×

Nemendur heimsækja Kaufering

Þessa dagana eru 8 nemendur úr 10. bekk G.Í. ásamt 2 nemendum frá Þingeyri í heimsókn í Kaufering, sem er vinabær Ísafjarðarbæjar í Þýskalandi. Í dag heimsótti hópurinn BMW safnið, leit við á október fest og fór í nokkur tívolítæki. Á morgun er ferðinni heitið til Landsberg, þar sem miðaldaþorp verður skoðað. Á föstudaginn skoða krakkarnir svo kastala og fleira.

Krakkarnir gista í heimahúsum í Kaufering og gengur ferðin vel í alla staði, að sögn Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur, sem er fararstjóri ásamt Bryndísi Bjarnason.

Hópurinn er væntanlegur heim aftur á laugardaginn.