Nemendur færa skólasafni gjöf
Undanfarin ár hafa nemendur gefið út bókina ,,Börn skrifa sögur og ljóð" og selt fyrir jólin en þetta árið var ákveðið að hvíla útgáfuna. Í staðinn var sjóðurinn sem til var nýttur til bókakaupa fyrir bókasafn skólans. Nemendur í 1. og 10. bekk komu færandi hendi á degi íslenskrar tungu og færðu Rannveigu Halldórsdóttur á bókasafni skólans 20 valdar bækur fyrir alla aldurshópa, ásamt listaverki eftir Ómar Karvel Guðmundsson, nemanda í 10. bekk.
Deila