VALMYND ×

Nemendur á leið í Hörpuna

Sunnudaginn 14. apríl fer fram Lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíðar íslenskra tónlistarskóla í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík.
Á tónleikunum verða 24 tónlistaratriði, víðs vegar að af landinu, sem valin voru laugardaginn 16. mars á fernum svæðistónleikum á Ísafirði, Egilsstöðum, Reykjavík og Selfossi. Af þremur tónlistaratriðum frá Vesturlandi og Vestfjörðum sem valin voru til þátttöku í Eldborgartónleikunum koma tvö frá Tónlistarskóla Ísafjarðar, en það eru skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar og hljómsveit píanónemenda. Með kórnum syngja nokkrir nemendur G.Í., þau Pétur Ernir Svavarsson, Birta Rós Þrastardóttir, Brynja Sólrún Árnadóttir, Hekla Hallgrímsdóttir og Hilda María Sigurðardóttir. Þá leikur Hilmar Adam Jóhannsson með hljómsveit píanónemenda, bæði á píanó og fiðlu og er yngsti meðlimur hljómsveitarinnar.

Það verður gaman að fylgjast með þessum hæfileikaríku krökkum og óskum við þeim góðs gengis.

Nánari upplýsingar er að finna inni á heimasíðu Tónlistarskóla Ísafjarðar og Nótunnar.