VALMYND ×

Nemendur G.Í. gera það gott

Nemendur G.Í. hafa oftsinnis sýnt hæfileika sína utan skólans, svo eftir er tekið.

Nú á dögunum var Kjartan Óli Kristinsson í 10.BG valinn í U17 ára landslið drengja í blaki, sem fer til Englands í lok október. Þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður frá blakfélaginu Skelli kemst í landsliðshóp og virkilega mikil viðurkenning fyrir þennan unga leikmann.

Þá hefur Nikodem Júlíus Frach í 7.HG, fiðluleikari með meiru, tekið þátt í æfingum með ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands nú undanfarið, en í sveitina eru einungis valdir framúrskarandi hljóðfæraleikarar. Sveitin hélt tónleika síðastliðinn sunnudag og verður upptaka frá þeim leikin í útvarpinu fimmtudaginn 9. október kl. 19:00. 

Við óskum þessum ungu mönnum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.