VALMYND ×

Nemendum boðið á jólasýningu Safnahúss

Jólatré fyrri tíma
Jólatré fyrri tíma
1 af 2

Þessa dagana er nemendum skólans boðið á jólasýningu í Safnahúsinu á Ísafirði. Þar kynnir Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur, jólahald á Íslandi á 5. tug síðustu aldar. Sýningin ber yfirskriftina Í hátíðarskapi og er samstarfsverkefni  Byggðasafns Vestfjarða, Bæjar- og héraðsbókasafnsins, Ljósmyndasafnsins á Ísafirði, Héraðsskjalasafnsins á Ísafirði og Listasafns Ísafjarðar.

Í morgun þáði 7.HS boðið og var margt sem kom nemendum á óvart varðandi jólahald fyrri ára. Krakkarnir voru sammála um það að við hefðum það gott í dag og býsna margt sem við megum þakka fyrir.

Deila