VALMYND ×

Nemendum 5. bekkjar færðar bækur að gjöf

Grunnskólinn á Ísafirði færði nemendum 5. bekkjar Kortabók handa grunnskólum að gjöf nú í haust, en ný útgáfa kom út haustið 2012. Bókin er sem fyrr unnin í samstarfi við Liber - útgáfuna í Stokkhólmi en Íslandskort eru að mestu fengin frá Landmælingum Íslands og Jean-Pierre Biard kortagerðarmanni. Á bókarkápu er kort Guðbrands biskups Þorlákssonar sem kom út í hollensku kortasafni árið 1590. Kortið var lengi undirstaða þeirra myndar sem birtist af landinu, skreytt fjölda mynda af ófreskjum og sæskrímslum og er skemmtilegt að bera það saman við nútíma kort og myndir.

Það er ósk skólans að bókin nýtist nemendum vel í öllu frekara námi, enda um mjög eigulega bók að ræða.

Deila