VALMYND ×

Matar-list

1 af 3

Vegna samræmdra prófa í 10. bekk, voru óvenju fáir í listgreinavali á unglingastigi í morgun. Þær stöllur Guðlaug Jónsdóttir, heimilisfræðikennari og Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, myndmenntakennari, ákváðu þá að sameina sína hópa.

Ekki stóð á listaverkum nemenda, sem unnin voru úr því sem til féll í heimilisfræðistofunni eins og sojasósu, hunangi, appelsínu- og sólberjasafa, tómatsósu, kryddjurtum, kryddi og fleiru. Glæsileg útkoma svo ekki sé meira sagt! Fleiri myndir má nálgast hér og að sjálfsögðu á instagram síðu myndmenntar.

Deila