Maskadagur
Föstuinngangur er upphaf langaföstu sem stendur yfir þrjá daga fyrir öskudag, frá sunnudegi til þriðjudags og fer hann víðast fram með fögnuði fyrir föstutímann. Í meira en 100 ár hafa Ísfirðingar búið sig upp í grímubúning á öðrum degi föstuinngangs og gert sér dagamun.
Í ár er maskadagurinn mánudaginn 3. mars. Slegið verður upp 3 grímuböllum hér í skólanum þar sem hinar ýmsu persónur og kynjaverur láta sjá sig og verður skipulagið eftirfarandi:
kl. 8:20 - 9:10 1. - 3. bekkur (íþróttir falla niður hjá 2.SG)
kl. 10:20 - 11:00 4. - 5. bekkur
kl. 13:10 - 13:40 6. - 7. bekkur (sund fellur niður hjá 7.AY)
Á sprengidag er starfsdagur kennara og engin kennsla.
Deila