Maskadagur
Á mánudaginn er maskadagur/bolludagur. Þá hvetjum við alla, nemendur sem starfsfólk til að mæta í búningum og verður gaman að sjá hvaða persónur verða á ferli þann dag. Kennsla verður með hefðbundnum hætti, nema það að sund fellur niður hjá 1. bekk og slegið verður upp þremur maskaböllum á sal skólans.
1. – 3. bekkur kl. 8:20 - 9:10
4. - 5. bekkur kl. 10:20 - 11:00
6. - 7. bekkur kl. 13:10 - 13:40.
Að sjálfsögðu mega nemendur koma með bollur í nesti á sjálfan bolludaginn.
Á þriðjudaginn/sprengidag er svo starfsdagur og engin kennsla.