Mánuður eftir af skólastarfinu
Það styttist óðum í skólalok þetta skólaárið, en síðasti kennsludagur er 3. júní. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á vorskipulagið og mun það birtast fljótlega hér á síðunni.
Við minnum á að skóladagatalið í heild sinni er að finna hér ef fólk vill hafa það til hliðsjónar við skipulagningu sumarfrísins. Við megum ekki gleyma því að þó að lítið bóklegt nám fari fram hér í skólanum síðustu kennsludagana, að þá er heilmikið annað sem nemendur fá út úr þeim dögum.
Deila