VALMYND ×

Lúsin enn og aftur

Af gefnu tilefni vill skólahjúkrunarfræðingur benda á að lúsin er ennþá viðvarandi í skólanum og búin að vera það í rúmlega eitt ár. Póstur hefur verið sendur heim á alla foreldra, þar sem rætt er um mikilvægi kembingar og að foreldrar haldi áfram að kemba næstu tvær vikur og þá alla fjölskyldumeðlimi. Kemba þarf á fjögurra daga fresti næstu 2 vikur þ.e. á 1. degi, 5. degi, 9. degi og 13. degi.

Hjálpumst nú öll að og upprætum þennan óboðna gest. Það tekst ekki nema með því að ALLIR fari eftir þessum fyrirmælum!