Lúsin
Nú hefur lúsin gert vart við sig á nýjan leik hér í einum árgangi og hafa foreldrar fengið bréf varðandi rétt viðbrögð. Allir geta fengið lús og lúsasmit er ekki merki um óþrifnað.
Lúsin smitast nær eingöngu við beina snertingu og er sáralítil hætta á að smitast af umhverfinu en möguleiki er að smitast af greiðum/burstum og höfuðfötum. Lús sem dottið hefur úr höfði verður fljótt löskuð og veikburða.
Foreldrar eru hvattir til að bregðast við og láta skólahjúkrunarfræðing vita um öll tilvik sem upp koma.
Deila