VALMYND ×

Löng helgi framundan

Í dag vantar um 100 nemendur af 340 nemendum skólans. Margir eru farnir til Akureyrar á Andrésar andar leikana á skíðum, auk þess sem hópur nemenda af unglingastigi fylgir keppendum skólans í Skólahreysti, sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld.

Á morgun er sumardagurinn fyrsti og á föstudaginn er vorfrí, þannig að framundan er löng helgi og vonum við að allir njóti vel.

Deila