VALMYND ×

Löng helgi framundan

Þessi vika verður stutt í annan endann, þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og vorfrí hjá nemendum og starfsfólki á föstudaginn. Margir eru á leið til Akureyrar á Andrésar andar leikana og koma þessi auka frídagar sér vel fyrir þann hóp sem og aðra.

Á sumardaginn fyrsta hefst harpa, fyrsti mánuður sumars, en hér áður fyrr hétu sumarmánuðirnir harpa, skerpla, sólmánuður, heyannir, tvímánuður og haustmánuður. Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru mun eldri en jólagjafir. Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomunni og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur frýs saman aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Eins átti sá sem kom auga á fyrsta tungl sumarsins að steinþegja þar til einhver ávarpaði hann. 

Deila