VALMYND ×

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fer fram miðvikudagskvöldið 13. mars n.k. kl. 20:00 í Hömrum. Þar koma fram nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum, sem æft hafa framsögn af kappi í vetur. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember, og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu.

Fyrir hönd Grunnskólans á Ísafirði keppa þau Anna María Daníelsdóttir, Birkir Eydal, Lára Sigrún Steinþórsdóttir, Pétur Ernir Svavarsson og Snjólaug Ásta Björnsdóttir. Til vara eru þau Benedikt Hrafn Guðnason og Guðrún Kristín Kristinsdóttir.

Deila