VALMYND ×

Lögreglan í heimsókn

Í gær fengum við góða heimsókn frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, ræddi við nemendur 9. og 10. bekkjar um samskipti, hvað við megum gera og hvað ekki. Einnig var rætt um ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt ásamt hótunum. Síðast en ekki síst var farið inn á skuggahliðar netsins, hvað ber að varast og hvað við megum leyfa okkur að birta þar. Ofbeldi birtist því miður allsstaðar, líka á netinu. Nemendur fengu góð ráð varðandi netnotkun og hér má sjá myndband frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem við hvetjum nemendur og alla til að horfa á.

Við vonum að þessi fræðsla skili sér til okkar allra og vonandi getum við boðið upp á hana í fleiri árgöngum.

 

Deila