VALMYND ×

Litlu jólin

Á morgun, þriðjudaginn 20. desember, höldum við litlu jólin hátíðleg frá kl. 9:00 - 12:00. Allir mæta þá spariklæddir, með sparinesti sem við köllum; smákökur og drykki. Nemendur mæta í sínar bekkjarstofur, eiga notalega stund með sínum bekk og ganga svo og syngja í kringum jólatréð.

Strætó fer kl. 8:40 úr firðinum og Hnífsdal og til baka frá skóla kl. 12:10. Dægradvöl er opin frá kl. 12:00 - 14:30 fyrir þá sem munu nýta sér þá þjónustu.

Skóli hefst svo aftur að jólaleyfi loknu miðvikudaginn 4.janúar 2023 samkvæmt stundaskrá.

 

Deila