VALMYND ×

Litlu jólin

Litlu jólin verða haldin hátíðleg hjá okkur á morgun en þá er skóladagur frá kl. 9:00 til 12:00. Strætó fer þá kl. 8:40 úr Firðinum og Hnífsdal og heim aftur kl. 12:05. Nemendur mæta prúðbúnir og eiga notalega samverustund með sínum bekkjarfélögum og umsjónarkennurum og einnig verður sungið og gengið í kringum jólatréð. 

Dægradvöl verður opin frá kl. 12:00 og fá börnin að borða þar og eiga þau öll að mæta í Sundhöllina.

Að loknum litlu jólum hefst jólaleyfi sem stendur til 6. janúar, sem er starfsdagur. Kennsla hefst því aftur þriðjudaginn 7.janúar 2020.

Deila