VALMYND ×

Litlu jól

Á morgun verða litlu jólin hjá okkur hér í skólanum. Nemendur mæta prúðbúnir kl. 9:00 í sínar umsjónarstofur, sem allar eru nú orðnar vel skreyttar og tilbúnar fyrir hátíð morgundagsins. Hefð er fyrir því að nemendur skiptist á jólapökkum, borði smákökur, dansi í kringum jólatréð og eigi notalega stund með samnemendum og starfsfólki. Skóla lýkur svo um kl. 12:00 og þar með hefst jólaleyfið. Strætó fer úr Holtahverfi og Hnífsdal kl. 8:40 og heim aftur kl. 12:05.