Listhneigðir nemendur
Þessa dagana hanga uppi á veggjum skólans ýmis glæsileg myndlistaverk sem nemendur hafa unnið að undanfarnar vikur. Náttúrmyndir eru áberandi, enda var eitt viðfangsefnið ,,Fjallasýn og umhverfið við Norðurtanga" og var það vatnslitað í haustveðrinu. Sjá má ýmis kennileiti og örnefni sem fyrir augu bar s.s. Naustahvilft, Snæfjallaströnd, Kirkjubólshlíð og Eyrarhlíð.
Þá hafa nemendur einnig verið að mála vetrarmyndir í ýmsum útgáfum og má sjá afraksturinn hér inni á myndasíðu skólans. Aldeilis efnilegir myndlistarmenn hér á ferð.
Deila