VALMYND ×

Líf og fjör á maskadegi

Þessir herramenn léku sér saman
Þessir herramenn léku sér saman
1 af 4

Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör í skólanum í dag, á sjálfan maskadaginn. Nemendur jafnt sem starfsfólk mættu í hinum ýmsu gerfum og áttu sumir kennarar jafnvel erfitt með þekkja sinn nemendahóp. Ýmsar persónur og fígúrur mættu í skólann í morgun, s.s. dúkkur, trúðar, indíánar, kúrekar, Lína langsokkur, banani, hermenn og stríðsmenn, superman og svo mætti lengja telja.

Yngstu bekkirnir skemmtu sér saman í morgun við að lita, perla, horfa á teiknimynd o.fl. Loks var slegið upp þremur maskaböllum á sal skólans þar sem allar þessar persónur skemmtu sér saman í sátt og samlyndi. Fjölmargar myndir eru nú komnar hér inn á myndasíðuna.


Á morgun er starfsdagur og eiga nemendur þá frí.