VALMYND ×

Lestrarlota

Í dag hefst lestrarlota hér í skólanum og munu þá allir, bæði starfsfólk og nemendur,  lesa í hljóði frá kl. 8:10 - 8:30 á morgnana, fram í næstu viku. Þriðjudaginn 23. apríl er alþjóðlegur dagur bókarinnar, en sá dagur er fæðingardagur Halldórs Kiljan Laxness og dánardagur William Shakespeares. Dagurinn er ætlaður til að hvetja ungt fólk til yndislesturs og er hann ennfremur tileinkaður rithöfundum og útgefendum. Lestrarlotunni lýkur miðvikudaginn 24. apríl.