VALMYND ×

Lestrarátak

Í dag hefst lestrarátak hjá okkur, en það er eitt af þeim úrræðum sem lagt er til í Lestrarstefnu Ísafjarðarbæjar, til að efla lesfimi nemenda. Átakið stendur yfir alla þessa viku að lágmarki og útfæra kennarar það á ýmsan hátt. Sem dæmi ætlar 8.bekkur að fá góða gesti á hverjum degi fram að vetrarfríi til að ræða vítt og breitt um bækur og lestur, auk þess sem nemendur lesa daglega í skólanum.

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu með okkur, bæði nemendur og aðstandendur og bendum t.d. á bækling frá Heimili og skóla um lestrarnám.

Deila