VALMYND ×

Lesið upp úr verðlaunabók

Elísa Jóhannsdóttir, rithöfundur
Elísa Jóhannsdóttir, rithöfundur
1 af 2

Í síðustu viku kom rithöfundurinn Elísa Jóhannsdóttir í heimsókn í 8. og 9. bekk, en hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2017  fyrir bókina Er ekki allt í lagi með þig? Í umsögn dómnefndar segir að bókin sé skemmtileg og spennandi unglingasaga í hæsta gæðaflokki, sem fjalli á nýstárlegan hátt um einelti frá sjónarhóli bæði gerenda og þolenda.

Elísa ræddi við nemendurna um gerð bókarinnar og las brot úr henni fyrir nemendur, sem kunnu vel að meta þessa heimsókn.

Deila