VALMYND ×

Lesið til að njóta

Nemendur í 5. - 7. bekk eru nú í lestrarátaki þar sem þeir ætla að fylla heila hillu af lesnum bókum. Útbúin hefur verið ,,hilla" á einn vegg skólans, þar sem nemendur setja miða með nafni sínu, bókarheiti og gefa bókinni einkunn. Nú verður spennandi að sjá hversu langan tíma tekur að fylla bókahilluna.