VALMYND ×

Leit með snjóflóðaýlum

1 af 2

Í vetur er boðið upp á fjölbreytt val á unglingastigi. Ein valgrein heitir útivist, sem er undir leiðsögn Katrínar Sifjar Kristbjörnsdóttur. Þar læra nemendur m.a. að njóta nærumhverfisins og hvers ber að varast í umhverfinu, til að öðlast þekkingu, skilning og virðingu fyrir náttúrunni.

Í tengslum við námið fengu nemendur góða heimsókn í kennslustund í gær, þegar Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni, kom og fræddi þá um snjóflóð. Í framhaldi af því var farið í létta keppni í að leita með aðstoð snjóflóðaýla. Það þurfti ekki að fara upp í fjall til að finna snjó, heldur dugði að fara undir næsta húsvegg skólans í þetta skiptið. Við þökkum Óliver kærlega fyrir skemmtilegt og fræðandi innlegg í kennsluna.

 

Deila