VALMYND ×

Leiksýning

Í morgun bauð Kómedíuleikhúsið nemendum 1. - 5. bekkjar upp á leiksýninguna Tindátarnir, sem er byggð á samnefndri ljóðabók Steins Steinarrs. Leikverkið er barna- og fjölskyldumiðað með mikilvægt erindi, þar sem umfjöllunarefnið er stríð með öllum sínum hörmungum og leiðu afleiðingum. Það er sett upp sem skuggabrúðuleikhús, sem er lítið notað leikhúsform hér á landi, en fangaði vel athygli nemenda. 

Tindátarnir er 51. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið en leikhúsið hefur starfað á Vestfjörðum síðan 2001 og er eina atvinnuleikhúsið á svæðinu. Sýningarnar í morgun voru samkvæmt samningi Ísafjarðarbæjar við leikhúsið og erum við afar þakklát fyrir að fá tækifæri til að njóta slíkrar leiksýningar.

Deila