VALMYND ×

Langafi prakkari

Mynd: Möguleikhúsið.
Mynd: Möguleikhúsið.

Í gær fengum við góða og skemmtilega heimsókn þegar Möguleikhúsið bauð 1. - 4. bekk upp á leiksýninguna Langafi prakkari, sem byggir á sögum Sigrúnar Eldjárns.  

Í leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, sem leikin er af Rósu Ásgeirsdóttur, og langafa hennar, sem leikinn er af Pétri Eggerz. Þó langafi sé blindur og gamall er hann alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverjum skemmtilegum uppátækjum með Önnu litlu. Hann passar hana alltaf á daginn þegar pabbi hennar og mamma eru í vinnunni. Þá hefur hann nægan tíma til að sinna henni og þau gera ýmislegt skemmtilegt saman. Þau skoða mannlífið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira. Þessir langafar geta greinilega verið mjög skemmtilegir og gaman væri að allir ættu svona langafa eins og Anna í leikritinu. Hann kunni nú að bregða á leik, sjá það spaugilega í lífinu og njóta þess. 

Deila