VALMYND ×

Lært um líkamann í 2.bekk

Eitt af því sem börn á yngsta stiginu eiga að ná færni í samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla er að útskýra á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans. Með það að markmiði hafa börnin í 2. bekk verið að vinna með mannslíkamann undanfarið og eitt af verkefnunum var að búa til beinagrind. Við slíka vinnu þarf að gæta að mörgu og vanda sig á allan hátt, enda líkami mannsins flókinn og vandasamt fyrirbæri í byggingu. En vandvirknin, áhuginn og eljan skilaði árangri hjá nemendum og úr urðu þessir líka vel gerðu líkamar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Deila