Kakó í skammdeginu
Það er ýmislegt hægt að gera núna í svartasta skammdeginu annað en að grúfa yfir bókarskruddum. Í vikunni fór 1. bekkur upp í Jónsgarð, hitaði sér kakó yfir eldi og átti þar notalega stund. Krakkarnir hengdu ljósluktir á greinarnar til að skapa notalega stemningu og tókst það svo sannarlega. Á meðan vatnið hitnaði voru margir snjókarlar sem lifnuðu við og í bakaleiðinni renndu krakkarnir sér nokkrar ferðir á stórum hól og höfðu gaman af.
Deila