Jólasýning Safnahússins
Árleg jólasýning Safnahússins stendur nú yfir, þar sem fjallað er um jólavætti. Umgjörð sýningarinnar var hönnuð af listamanninum Ómari Smára Kristinssyni.
Þegar skammdegið er svartast eru ýmsar vættir á ferð sem ekki vilja sjást. Tröll, huldufólk, jólasveinar og jólakötturinn eru meðal þeirra en áður og fyrr þótti bæði tröllum og jólakettinum gott að fá mannakjöt í jólamatinn. Skammdegisvættirnar eru ævafornar, Grýla er t.d. nefnd í Snorra-Eddu þó ekki sé hún kennd við jól fyrr en á 17. öld. Jólasveinarnir hafa sýnt ótrúlega aðlögunarhæfni en þeir hafa á sinni löngu ævi breyst úr illum vættum í ljúfa karla sem gleðja börnin á aðventunni.
Nemendum skólans er boðið á sýninguna og hópast bekkirnir nú þessa dagana, enda alveg sérstakur andi í þessu góða húsi og umgjörðin alveg einstök.
Deila