VALMYND ×

Jólasveinar í heimsókn

1 af 2

Það var mikið fjör hjá okkur í 1. - 4. bekk í dag, þegar tveir rauðklæddir bræður kíktu við hjá okkur þrátt fyrir mikið annríki þessa daga. Þetta voru þeir Hurðaskellir og Stúfur, sem áttu leið um bæinn og langaði til að líta við hjá yngstu nemendunum. Þeir könnuðust við marga krakka sem þeir hittu, enda þekktir fyrir að fylgjast með skóm í gluggum og gefa eitthvað góðgæti eða annað sem gleður börnin.

Sveinarnir síkátu léku á als oddi og skemmtu nemendum með söng og ýmsum uppátækjum. Við vonum að þeir hafi haft jafn gaman af heimsókninni og við og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Deila