Jólaföndur Foreldrafélags G.Í.
Laugardaginn 30. nóvember heldur Foreldrafélag Grunnskólans á Ísafirði jólaföndur í sal skólans frá kl. 11:00 - 13:00. Föndur verður selt á staðnum á hóflegu verði og einnig verður boðið upp á léttar veitingar.
Jólaföndur þetta er orðinn árviss atburður hjá foreldrafélaginu og hefur mælt mjög vel fyrir. Ætíð hefur verið góð þátttaka og sannkölluð jólastemning.