VALMYND ×

Jól í skókassa

7.HS með jólagjafir handa fátækum í Úkraínu
7.HS með jólagjafir handa fátækum í Úkraínu

Verkefnið Jól í skókassa er hafið en það var fyrst framkvæmt haustið 2004. Þetta samstarfsverkefni KFUM og KFUK á Íslandi við KFUM í Úkraínu hefur skilað þúsundum skókassa með jólagjöfum til fátækra og munaðarlausra barna í Úkraínu og hafa fjölmargir lagt verkefninu lið. Frá því að verkefnið hófst hafa safnast ríflega 33.000 gjafir sem sendar hafa verið til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Nemendur G.Í. eru svo sannarlega engir eftirbátar annarra og hafa 7. bekkingar verið að pakka inn gjöfum undanfarna daga. Í morgun fór svo 7. HS með 9 skókassa upp í Ísafjarðarkirkju, sem tekur við kössunum og kemur þeim áleiðis. Móttaka skókassana verður í Ísafjarðarkirkju alla virka daga frá klukkan 10 til 16 og er síðastii skiladagur föstudaginn 1. nóvember. Upplýsingar um hvað má fara í kassana og hvernig eigi að ganga frá þeim, er hægt að finna á vefsíðu verkefnisins en einnig er hægt að hafa samband við Ragney Líf Stefánsdóttur æskulýðsfulltrúa Æskulýðsfélags Ísafjarðarkirkju í síma 847 5240. 

Deila