VALMYND ×

Jákvæð samskipti

Pálmar Ragnarsson ásamt nemendum 5. - 7. bekkjar
Pálmar Ragnarsson ásamt nemendum 5. - 7. bekkjar

Í gær fengum við Pálmar Ragnarsson í heimsókn í 5. - 7. bekk. Pálmar er körfuboltaþjálfari sem hefur staðið sig einstaklega vel við að breiða út jákvæðni í íþróttum og samskiptum og byggja upp liðsheild. Hann höfðaði vel til nemenda og lagði mikla áherslu á að hver og einn skiptir máli í hópnum, ekki bara í íþróttum, heldur einnig í skólanum og hvar sem er.

Pálmar hélt einnig fyrirlestur fyrir starfsmenn skólans á sömu nótum. Jákvæð samskipti geta gert gæfumuninn hvað varðar vellíðan á vinnustöðum og alveg nauðsynlegt að fríska aðeins upp á það annað slagið.

 

Deila