VALMYND ×

Íþróttahátíðin í Bolungarvík

Föstudaginn 10. október verður hin árlega íþrótthátíð 8. - 10. bekkjar haldin í Bolungarvík, þar sem skólar á norðanverðum Vestfjörðum etja kappi í hinum ýmsu íþróttagreinum, s.s. dansi, sundi, borðtennis, sundblaki, víðavangshlaupi, badminton, körfubolta o.fl.  Keppnin hefst kl. 11:00  og fer rúta frá skólanum kl. 10:30 (frá Stórholti kl. 10:15) og tekur nemendur í Hnífsdal við Félagsheimilið. Ekki er kennsla hjá 8. - 10. bekk þennan dag og eiga allir að mæta á íþróttahátíðina, hvort heldur er til að keppa eða hvetja nemendur.

Áætlað er að keppni ljúki milli kl. 18:30 og 19:00. Þá verður gert hlé til kl. 19:30 en þá hefst dansleikur í skólanum sem lýkur kl. 23:00 og er aðgangseyrir kr. 1000. Rúta verður frá íþróttahúsinu kl. 19:00 fyrir þá sem ekki ætla á ball og önnur kl. 23:00 strax eftir ball.  

Nánari upplýsingar eru sendar útprentaðar heim í dag.

Deila